Gunnar Sturla

Bloggbögg

Gunnar - Nöldur

23. July, 2005 - 02:12:33

Mér finnst böggandi þegar fólk bloggar um ekki neitt. Til dæmis var ég að lesa blogg hjá Jökli þar sem hann var að afsaka að hafa ekki bloggað lengi. Ég hef ekki “ekki-bloggað” heldur en ég kvarta ekki, það er líka tilgangslaust. Í staðinn fyrir að nöldra hvernig væri að segja eitthvað áhugavert (eða óáhugavert).

Mér finnst líka leiðinlegt þegar fólk bloggar of mikið, mig langar ekki að vita að þér sé illt í maganum eftir indverska pottréttinn sem þú borðaðir áðan. Ég veit að mér verður bara sagt að lesa þetta þá ekki en ég kemst ekki hjá því í leit að einhverju áhugaverðu, sem ég finn sjaldnast.

Skemmtilegt blogg, eða ekki-blogg í mínu tilfelli, á að vera um eitthvað skemmtilegt. Eitthvað skemmtilegt sem gerðist fyrir þig áðan, eða áhugaverða pælingu. Þetta er ástæðan fyrir fáum póstum hér, ég kemst ekki nógu oft í skrifhaminn og um leið og ég dett úr honum hætti ég að nenna að skrifa.

En hvað er ég að gera kröfur um gæði bloggs

Eitt svar við “Bloggbögg” Comments Feed RSS feed for comments on 'Bloggbögg'

  1. […] jæja. Það var gaman að renna yfir þetta, gamalt nöldur um léleg blogg var sérstaklega skemmtilegt því halló, hver bloggar lengur? Sem er reyndar áhugaverður […]

Svara


Copyright © 2004 - 2018 Gunnar Sturla Ágústuson - Proudly powered by WordPress - Rétt XHTML og CSS