Gunnar Sturla

Ítalskt vedur

Gunnar - Daglegt líf

15. November, 2006 - 22:34:49

Ítalía virðist ekki hafa verðrakerfi, bara hitakerfi. Á sumrin er heitt og sólríkt og á haustin er ekki-eins-heitt og sólríkt (kem með rapport á hinar árstíðirnar þegar þar að kemur, ekki það að ég búist við því að þær séu eitthvað öðruvísi). Síðan ég kom hingað er búið að vera sól flesta dagana, nokkra daga skýjað og einn dag hefur verið smá vindur. Ég var ánægður með að fá smá vind til að hræra í þessu en hinir innfæddu kvörtuðu og kveinuðu.

Veðurleysið er orðið þreytt! Ég sakna vondra veðra og storma, sem Ísland virðist hafa nóg af þessa dagana. Mér finnst gaman að vera fastur heima í allt of hvössum vindi og þurfa að hlaupa á eftir grillinu sínu á meðan maður reynir forðast það að fá trampolín í hausinn.

Hitastigið á daginn hefur verið gott, í okt. í kringum ískenska sumarið en núna svona apríl Morgnarnir eiga það þó til að vera skít kaldir og beyglan konan sem sækir okkur á morgnana er alltaf með miðstöðina í innan við helming! Megi hún rotna á stað þar sem er heitt og gott. Spekingar segja mér að veðrið sé óvenjulegt, október er venjulega ekki svona heitur og það rignir venjulega mun meira.

Mér er reyndar illa við rigningu.. Hún er of blaut, staðreynd sem Ítalir vita vel og þess vegna eru þeir alltaf með regnhlíf við hendina. Einu sinni vorum við á leiðinni út að borða og það var smá úði. Auðvitað var regnhlífin góða tekin upp og fjölskyldan hýrðist undir henni. Því miður gerði hún lítið annað en að skýla andlitinu og öxlunum og restin varð “blaut”, úðinn var nátúrulega ekki nógu mikill til að bleyta mann. Ég hins vegar hló bara af þeim og labbaði í regnjakkanum mínum, sem er uppfinning sem fáir virðast þekkja.

Snjór er meira að mínu skapi (þ.e.a.s. nýfallinn snjór, gamall er súr). Laura (fósturmamma) segir mér að það sjói nokkuð mikið í Santa Sofiu, stundum það mikið að þegar gatan okkar er ekki rudd er engin leið á að komast nokkuð! YAY! Frí í skólanum!

Eitt sem mér finnst betra hérna er að það er dagur þegar það á að vera dagur og nótt þegar það er nótt (ekki hálft ár af hvoru!). Þó það geti verið kósí í hófi að vera alltaf í myrkri er það bara of myglað til langs tíma. Ég er vanur því að tengja myrkur á veturna við kulda og birtu við hita. Nei. Hér sýnist mér vera svipað bjart og þegar ég kom en samt er ekki nærri því eins heitt.. Söss, hvað þetta verður fucked up í vetur, með snjó og sumarsól.

Lag dagsins

Tvíhöfði – Miss my bitch, snilldar lag með frábærum texta
Yo yo yo
where is my ho?
you know I love you bitch,
why did you have to go?
I have not had a bitch for long
I miss you bitch
how did I do you wrong?

8 svör við “Ítalskt vedur” Comments Feed RSS feed for comments on 'Ítalskt vedur'

 1. nú er frost á Fróni frýs í æðum blóð. Dimmt, kalt – ég öfunda þig af ítölsku hitakerfi.

 2. Held ég myndi bara vera feginn að vera þarna úti í þessari veðurblíðu. Ég fékk útkall klukkan 5 í nótt og þá þurfti ég að fara til að hjálpa fólki að losa bílana sína. Það sátu allir pik fastir í morgun þar sem það snjóaði um 20 cm jafnföllnum snjó í nótt.

  Held að ég sé að verða bilaður á snjó/frosti þó það hafi ekki verið nema í svona viku almennilegt frost og hálfan dag snjór!

  Þú ert heppinn! (Nú hljóma ég eins og íslenskur þegn sem ekki hefur búið í útlöndum)

 3. Það var víst 17 gráðu frost – þ.e. tekið tillit til vindkælingar nú fyrir stuttu. Ég reyndi að nota almenningssamgöngukerfið með börnin – vildi komast úr Vesturbæ í Kringlu í frostinu. Við urðum næstum úti á Njarðargötu og ferðalagið endaði í sveittri pulsu á BSÍ meðan beðið var eftir að pabbi kæmi að sækja okkur. Í stuttu máli: strætó er ekki að gera sig, sér í lagi ekki í nóvemberfrosti.
  Við gerðum 2 snjóhús í dag og Ari missti sína fyrstu tönn. Hann var svo upptekinn við snjóhúsagerð að hann tók ekki eftir því og við höfum ekki hugmynd um hvort tönnin er úti í snjónum eða að hún hafi hrokkið ofan í maga. Jæja, hún kemur annað hvort í ljós þegar drengurinn fer á klósettið – nú eða þegar snjóa leysir í vor!!
  Annars minnir mig að það hafi nú oft verið kalt þegar ég bjó sunnar í álfunni. Og í minningunni mun kaldara en á Íslandi, því það var alltaf svo kalt inni í húsunum – það var ekki séns að flýja. Meira að segja fraus inni á rúðunum á nóttunni. Brrr…það var ógeð að fara frammúr á morgnana. Gott að þetta er ekki svona hjá þér.

 4. Sælir, gaman aðsjá að það sé fínt þarna úti.
  Ég var lika að velta fyrir mér um daginn hvurn fjandann hafi orðið af þér, þú ekki í skólanum var bara whuuuut?
  Hahahaha.. góða skemmtun þarna !
  Keep on rocking in the free world Hellje!

  Sæss

 5. ekki það að veðrið sé ekki vinælasta umræðuefni alheims og einstaklega áhugavert….en mig er farið að langað sjá eitthvað annaðblogg þegar ég kíki hingað!!!

 6. Koma svo …. meira blogg…hvernig gengur annars að telja upp kosti Íslands?

 7. Sorry.. Ég er bara svo upptekinn við að læra.. Annars gekk ritgerðin vel, Laura sagði að hún væri mjög góð og enskukennarinn að hún væri “passionate”. Er að skrifa hana upp og ætla að pósta á næstu dögum (eða vikum)

 8. What’s up Dear, are you in fact visiting this site regularly, if
  so afterward you will definitely obtain good know-how.

Svara


Copyright © 2004 - 2018 Gunnar Sturla Ágústuson - Proudly powered by WordPress - Rétt XHTML og CSS