Gunnar Sturla

Gallabuxur og flíspeysa

Gunnar - Óflokkað rusl

3. January, 2007 - 03:00:58

Hneyksli og skandall. Á Þorláksmessu, 23. desember, daginn fyrir aðfangadag, var skóli á Ítalíu. Þetta var reyndar ekki alveg venjulegur dagur.. Fyrri helmingurinn átti reyndar að vera það en við enduðum bara á að spila og éta jólakökur og annað jólastöff. Seinni parturinn var áhugaverðari, það var boðið upp á piadine (“flatkökur” með stöffi, nokkuð gott bara) og candy floss og getið hvað, það var DJ í húsinu… að spila húsið og annað technosorp, ég var ekki sáttur. Síðustu tímana gerðum við svo sem lítið sem ekkert.. við strukum reyndar á kaffhús í grendinni (sem er stórglæpur, af einhverjum ástæðum) annars héngum bara og biðum eftir að við mættum fara heim. Eftir skóla fór ég með krökkunum út að borða og við fengum okkur.. Pizzu!

Upp rann aðfangadagur eins og hver annar dagur, nema að ég fékk að sofa lengur og var sáttur með það. Hádegismaturinn var nokkuð venjulegur en ég bauð líka upp á hangikjötssneiðarnar sem mamma hafði sent mér (fyrir tæpum mánuði síðan). Foreldunum fannst þetta bara fínt en krakkarnir (sem voru neiddir í þessa “menningarlegu reynslu”) voru ekki jafn hrifnir. Ég hafði beðið um að fá að gera möndlugraut og hafa sem desert og ég eyddi megninu af eftirmiðdeginum að búa hann til, sem var snilld. Um kvöldið fengum við vinafólk fjölskyldunnar í heimsókn og borðuðum við bruschettur, ekki alveg jólalegast í heimi en gott samt.

Í desert var möndlugrauturinn, sem mér fannst hafa heppnast nokkuð vel. Aftur skiptust álit á meðal óþroskaðra krakka og menningarlegs fullorðins fólks. Luca (óþroskaður krakki, 19 ára) sagði að þetta væri of feitt, til hvers heldur hann að jólin séu??. En, ok, ég viðurkenni að ég keypti of mikinn rjóma og ákvað að láta hann ekki fara til spillis, svo þetta var að stórum hluta bara rjómi en það var snilld. Laura fékk möndluna en uþb. helmingurinn af uppskriftinni var eftir (sem ég kláraði á næstu dögum).

4 svör við “Gallabuxur og flíspeysa” Comments Feed RSS feed for comments on 'Gallabuxur og flíspeysa'

  1. gott það var eitthvað sem minnti á íslensk jól.

  2. Ég sat nú einu sinni á gallabuxum á aðfangadagskvöld í Frakklandi og borðaði spaghetti. Beat that.

    Takk fyrir sendinguna og gleðilegt nýtt ár :-) Var víst ekkert búin að heyra í þér held ég.

  3. Ég jafna gallabuxurnar og hækka með flíspeysu.. Síðan borðaði ég ristað brauð. Beat that.

  4. Gunny ciao come va?! ^^ qua non si capisce niente!! perche non fai la versione inglese o addirittura in italiano!? ciauuu

    Gunny hi how r u? ^^ i can’t understand nothing in this bloody site! why don’t you make english or also italian version of it? haluuuu!

Svara


Copyright © 2004 - 2018 Gunnar Sturla Ágústuson - Proudly powered by WordPress - Rétt XHTML og CSS