Gunnar Sturla

Álver eða fátækt!

Gunnar - Pólitík

26. March, 2007 - 17:17:42

Ég hef fylgst aðeins með álverinu sem er í bakgarðinum mínum og það virðist ætla að verða spennandi kosning um helgina. Annars vegar er það fólk sem vill stækkun (mestmegnis Alcan og starfsmenn þess, sýnist mér) sem lætur eins og álverið sé það besta í heimi, mengi lítið sem ekkert og haldi Hafnarfirði lifandi. Síðan eru það hinir sem vilja ekkert með þessa stækkun hafa og láta eins og það yrði óbyggilegt í Hafnarfirði með svona risastórt álver í bakgarðinum.

Ég veit ekki betur en að álverið sé þarna nú þegar og ef það sem ég hef séð er rétt þá muni það hafa mjög lítil áhrif ef það er stækkað, bæði mengunarlega og fjárhagslega fyrir Hafnarfjörð. Samkvæmt einhverri ríkisstofnuninni sem reiknaði það út er fjárhagslegur ávinningur Hafnarfjarðarbæjar 6-8.000 íbúa á ári. Það er barasta ekki rassgat og þó mengunin yrði engin finnst mér þessi stækkun bara svo tilgangslaus að það yrði sóun á plássi, álverið situr á frábæru byggingarlandi og blokkar frekari stækkun Hafnarfjarðarbæjar.

Besta hugmyndin sem ég hef heyrt til þessa er að færa bara allt helvítið í Helguvík. Þar grátbiðja menn nú víst um álver og það að færa allan þennan dýra búnað þangað getur ekki verið jafn dýrt og að byggja nýtt. Þá gætu þeir sem unnið þarna bara tekið sömu rútu og þeir taka á morgnana en verið í henni í sirka korteri lengur, Reykjanesbær fær sína mengun og Straumsvík sína sól. Allir ánægðir.

En fyrir utan aukna mengun í garðinum mínum krefst þessi stækkun gífulegrar orku og einhvers staðar og einhver vegin verður hún að koma. Líklegast yrði að virkja Þjórsá og byggja þaðan stærðarinnar rafmagslínuflækju til að koma rafmagninu til skila. Ég veit ekki með þig en mér finnst Hellisheiðin nógu ljót fyrir.

Stækkunarmenn tönnslast endalaust á því að stækkunin mengi lítið sem ekkert en það eru engin rök. Af hverju ætti að stækka spyr ég. Það eru engin rök fyrir því. Það er lítið sem ekkert atvinnuleysi í Hafnarfirði (eða á höfðuborgarsvæðinu yfir höfuð) þannig að þeir sem ynnu í stækkuðu álveri mundu skipta um vinnu, ekki fá hana. Nýjir íbúar mundu kannski flytja í fjörðinn en mér finnst mikilvægara að það sé gott að búa í bæjarfélaginu mínu heldur en að það búi margir þar og ég veit ekki til þess að það sé eitthvað betra að búa í Reykjavík sem er margfalt stærri. Come on, gerum eitthvað gáfaðra en að skíta þar sem við borðum.

Talandi um mengun. Þá er það einn stærsti punktur þeirra sem vilja stækka að „hvergi í heiminum er umhverfisvænna að framleiða ál“. Það kallast „taking one for the team“ en ég veit ekki. Mér finnst að þjóðir heims eigi að taka sig saman og endurvinna allt þetta ál í staðinn.

Bandaríkjamenn hentu um 800.000 tonnum af dósum á haugana framhjá endurvinnslu árið 2004, þá eru ekki meðtaldir álbakkar og álpappír sem hækka töluna upp í 1,2 milljónoir tonna. Það er næstum því fjórföld ársframleiðsla fyrirhugaðs álvers Alcoa á Reyðarfirði

Draumalandið bls. 203. Höf. Andri Snær Magnússon

Það sér hver maður að það er gáfaðra að þrýsta á að Bandaríkjamenn taki upp á því að byrja að endurvinna álið í staðinn fyrir að ýta undir einnota neislu þeirra með því að framleiða ál til að selja þeim á slikk.

Önnur klisja sem maður heyrir oft í framhaldinu af þessari á undan er „mengun virðir ekki landamæri“. Ég veit ekki betur en við Íslendingar þykjumst búa í hreinasta og ómengaðasta landi heims en ef það er rétt þá erum við alveg jafn menguð og miðborg Rómar á álagstímum. Því miður. Þessi rök kaupi ég ekki, ég vil halda mengun, sem ég hvorki nýt góðs af né vil, einhvers staðar annars staðar.

Það er rétt að það þurfi að gera eitthvað til að minnka mengun í heiminum en ég vil ekki að Íslendingar taki einn fyrir liðið svo að Bandaríkjamenn geti haldið áfram að menga sitt land með álinu sem við mengum okkar land með.

Eitt svar við “Álver eða fátækt!” Comments Feed RSS feed for comments on 'Álver eða fátækt!'

  1. bahh…þú færð nú ekki mikinn plús í minni bók fyrir að vitna í Draumalandið…
    Ég hugsa þetta meira með tilliti til fortíðarinnar, þótt efnahagurinn sé góður í dag verður hann það ekki endilega á morgun, ekkert er eilíft, en við íslendingar erum jú mjög fljótir að gleyma því.

    Ég er meira á móti íbúðarbyggð á þessu svæði en álveri enda sýnist mér verða meiri rösk á náttúrunni þannig, eða það gefa allanvega skipulagshugmyndir andstæðinga álversins til kynna, sé heldur enga ástæðu fyrir því að það þurfi eitthvað að fjölga íbúum hérna.

Svara


Copyright © 2004 - 2018 Gunnar Sturla Ágústuson - Proudly powered by WordPress - Rétt XHTML og CSS