Gunnar Sturla

Breytingar

Gunnar - Daglegt líf

28. May, 2007 - 09:34:30

Á einum fundinum sem við förum mánaðarlega á hérna var ég spurður: “Hvernig hefur þú breyst?” Ég vissi ekkert hvernig ég átti að svara því en eftir smá hugsun kom ég með þetta svar: “Ég veit það ekki. Ég er í mitt í þessari reynslu þar sem ég þroskast mikið, ég fæ nýja sýn á heiminn og kynnist annari menningu, og þessi reynsla og sá þroski sem henni fylgir er ekki búinn þannig að ég sé ekki hvernig ég hef breyst því að breytingin er ekki öll búin. Ég er líka í sama umhverfi og breytingin á sér stað og ég get ekki séð muninn á mér eins vel því samanburðurinn er við tíma þegar ég byrjaður að breytast. Ég held að það muni smátt og smátt koma þegar ég verð kominn heim sem ég átta mig á þessu, og jafnvel ekki að öllu leyti fyrr en eftir nokkur ár.” Til að gera ekkert-það-langa sögu aðeins styttri þá sá hún í gegnum bullshittið mitt og heimtaði betra svar sem ég sagðist ekki geta svarað.

Alla vega..  Ég ætla ekki að vera að drepa þig, minn eina lesanda, úr leiðindum yfir sögum af sjálfum mér, ó nei. Ég er sem sagt búinn að vera hérna úti í tæpa 9 mánuði (er á Ítalíu fyrir þá sem vita það ekki)  og margt hefur breyst á þeim tíma.

Það fyrsta sem mér datt í hug er að Magni the iceman varð ekki ofurstjarna, og ekki einu sinni félagar hans í fyrrverani verðandi ofurgrúppunni Supernova (sem varð síðan að bæta Rockstar fyrir framan til að forðast málsóknir).

// Svo ætlaði ég örugglega að segja eitthvað meira, en gerði ekki. Það hefði verið gaman að vita af fleiri hlutum sem breyttust á þessu ári, en oh well, þetta er betra en ekkert

Svara


Copyright © 2004 - 2018 Gunnar Sturla Ágústuson - Proudly powered by WordPress - Rétt XHTML og CSS