Gunnar Sturla

Pizzadeig

Gunnar - Matur

3. March, 2009 - 19:22:04

Pizza er einn uppáhalds maturinn minn og mér finnst mjög gaman að gera pizzur. Upp á síðkastið hef ég verið að gera tilraunir með deigið en ég hef alltaf geymt að skrá niður. Ég ætla sem sagt að gera það hér og nú.

Ég fór í nokkrar rannsóknir á netinu um hvað gerir gott deig. Jamie Oliver segir „make sure it’s a strong [flour] that’s high in gluten, as this will transform into a lovely, elastic dough, which is what you want.“ Það er þannig sem þeir ná að láta deigið verða nógu asnalega teygjanlegt til að gera fáranleg trikk. Ég nota samt bara venjulegt hveiti þannig að þetta er ekkert stórmál.

Fyrir utan hveitið var annar mikilvægur puntur að láta það gerjast lengi, helst í heilan dag. „If you like to wait until the last minute to make pizza dough, you are out of luck here. The key is the overnight fermentation. You end up with a golden, beautiful crust with the perfect amount of crunch and subtle yeasty undertones.“ segir á 101cookbooks.com. Einhversstaðar las ég samt að það væri fínt trikk að frysta fullt af deigi og taka það síðan út nokkrum tímum fyrir kvöldmat. Ég er ekki enn farinn að hætta mér út í svona miklar breytingar og þar sem ég ákveð sjaldan fyrir kl 4 að ég ætli að gera pizzu þá hentar þetta mér ekkert rosa vel.

Alla vega.. Ég í þetta skiptið ætla ég sem sagt að fylgja uppskriftinni frá 101cookbooks (sem er reyndar úr bók eftir Peter Reinhart) nokkur veginn en þó ekki alveg. (Ég geri reyndar bara sirka 3/4)

  • 3 bollar hveiti (7,5 dl)
  • 1 tsk þurrger
  • 1 og 1/2 tsk salt
  • 1/4 bolli ólífuolía (60 ml)
  • 290 ml vatn (1 og 1/6 bolli)

Síðan er þessu öllu hrært í skál og látið hefast. Tíminn fer eftir ýmsu, td. hitastiginu sem það á að rísa í og magninu af geri. Lykiltalan sem flestir töluðu um var að deigið ætti að tvöfaldast í stærð. Ég veit ekki hvað það tekur langan tíma fyrir þessa uppskrift en ég hendi þessu bara í brauðvél sem hrærir deigið og lætur það lyfta sér í sirka klukkutíma.

Svara


Copyright © 2004 - 2018 Gunnar Sturla Ágústuson - Proudly powered by WordPress - Rétt XHTML og CSS