Gunnar Sturla

Færslusafn fyrir flokkinn 'Daglegt líf'Skrifhamur

Gunnar - Daglegt líf, meta, Netið - Engin svör »

19. March, 2014 - 00:25:51

Rétt í þessu datt ég í það að lesa gamlar bloggfærslur hjá mér, sem er skemmtilegra en ég bjóst við. Ekki það að þetta séu einhver frábær skrif, heldur er þetta einhvers konar utanaðkomandi tenging inn í heilann á mér eins og hann var. Ég býst við að þetta sé alls ekkert nýtt fyrir marga, þetta er örugglega sama tilfinning og margir fá þegar þeir lesa gömul dagbókarskrif eða lesa gömul bréf.

En jæja. Það var gaman að renna yfir þetta, gamalt nöldur um léleg blogg var sérstaklega skemmtilegt því halló, hver bloggar lengur? Sem er reyndar áhugaverður punktur perónuleg blogg eru alveg horfin, og það þykir núna fullkomlega eðlilegt að kvarta á netinu undan magaverk af indverka pottréttinum sem fólk var að borða. Já, menningin um það sem má segja hefur breyst, og líka hvar það er sagt. Í dag fer allt fram á Facebook, og persónulegu bloggin verða í minningunni eins og vandræðalegt unglingstímabil internetsins en kannski bara vegna þess að ég var vandræðalegur unglingur á þeim tíma.

Auðvitað eru ennþá til blogg, en þau íslensku eru flestöll pólitísk, tísku eða matarblogg, sem sagt frekar eins og ritstýrt tímarit um eitthvað ákveðið, frekar en handahófskenndar hugsanir pennans. Sem var miklu minna fyrirsjáanlegt, en auðvitað meira happa-glappa.

Bloggin virkuðu alltaf svo tilgangslaus, þetta var rosa basic leið fyrir einstaklinga að tjá sig. Ef maður var með einhvern metnað í skrifunum gat tekið mjög langan tíma að koma hugsuninni frá sér, og oftast (sérstklega í mínu tilfelli) fékk maður sáralítið til baka eftir alla þessa erfiðisvinnu. En þrátt fyrir allt þetta tilgangsleysi, sem var það sem leiddi til falls „bloggheima“, þá hvílir hjá mér einhver nostalgíurómantík yfir þessum tíma. Hver sem er skrifaði um hvað sem er af mkilum eldmóði í von um að sem flestir læsu skrifin og yrðu fyrir áhrifum af þeim. Þetta var oftast lengri og heilsteyptari hugsun en tíðkast í dag og gaf kannski dýpri innsýn inn í smærri afkima huga bloggarans en þessi dreifðari ein-lína-fjórum-sinnum-á-dag stemming sem er á Facebook.

Ég datt sumsé í skrifham við þennan lestur, en ég ætla ekki að hafa þetta sem ég-er-byrjaður-að-blogga-aftur blogg, heldur frekar mér-fannst-gaman-að-hafa-bloggað-og-kannski-geri-ég-það-aftur blogg.Breytingar

Gunnar - Daglegt líf - Engin svör »

28. May, 2007 - 09:34:30

Á einum fundinum sem við förum mánaðarlega á hérna var ég spurður: “Hvernig hefur þú breyst?” Ég vissi ekkert hvernig ég átti að svara því en eftir smá hugsun kom ég með þetta svar: “Ég veit það ekki. Ég er í mitt í þessari reynslu þar sem ég þroskast mikið, ég fæ nýja sýn á heiminn og kynnist annari menningu, og þessi reynsla og sá þroski sem henni fylgir er ekki búinn þannig að ég sé ekki hvernig ég hef breyst því að breytingin er ekki öll búin. Ég er líka í sama umhverfi og breytingin á sér stað og ég get ekki séð muninn á mér eins vel því samanburðurinn er við tíma þegar ég byrjaður að breytast. Ég held að það muni smátt og smátt koma þegar ég verð kominn heim sem ég átta mig á þessu, og jafnvel ekki að öllu leyti fyrr en eftir nokkur ár.” Til að gera ekkert-það-langa sögu aðeins styttri þá sá hún í gegnum bullshittið mitt og heimtaði betra svar sem ég sagðist ekki geta svarað.

Alla vega..  Ég ætla ekki að vera að drepa þig, minn eina lesanda, úr leiðindum yfir sögum af sjálfum mér, ó nei. Ég er sem sagt búinn að vera hérna úti í tæpa 9 mánuði (er á Ítalíu fyrir þá sem vita það ekki)  og margt hefur breyst á þeim tíma.

Það fyrsta sem mér datt í hug er að Magni the iceman varð ekki ofurstjarna, og ekki einu sinni félagar hans í fyrrverani verðandi ofurgrúppunni Supernova (sem varð síðan að bæta Rockstar fyrir framan til að forðast málsóknir).

// Svo ætlaði ég örugglega að segja eitthvað meira, en gerði ekki. Það hefði verið gaman að vita af fleiri hlutum sem breyttust á þessu ári, en oh well, þetta er betra en ekkertLiving in Iceland

Gunnar - Daglegt líf, English - 9 svör »

20. December, 2006 - 21:45:00

As promised here is the english version of my essay wich I did for history here in Italy. I guess the teacher is really interested in me and Iceland because every time we have an essay I’m supposed to do something about Iceland. This time the topic was “what do I like about Iceland”. Yeah. As simple as that. I mean, what are you supposed to say?? She gave me an example “I like Iceland because it’s cold”, I don’t know about you but I don’t particularly like that part.

Anyways, I sat down and wrote the pros and cons about life and this is what came out. Read on: Lesa meira »Ítalskt vedur

Gunnar - Daglegt líf - 8 svör »

15. November, 2006 - 22:34:49

Ítalía virðist ekki hafa verðrakerfi, bara hitakerfi. Á sumrin er heitt og sólríkt og á haustin er ekki-eins-heitt og sólríkt (kem með rapport á hinar árstíðirnar þegar þar að kemur, ekki það að ég búist við því að þær séu eitthvað öðruvísi). Síðan ég kom hingað er búið að vera sól flesta dagana, nokkra daga skýjað og einn dag hefur verið smá vindur. Ég var ánægður með að fá smá vind til að hræra í þessu en hinir innfæddu kvörtuðu og kveinuðu.

Veðurleysið er orðið þreytt! Ég sakna vondra veðra og storma, sem Ísland virðist hafa nóg af þessa dagana. Mér finnst gaman að vera fastur heima í allt of hvössum vindi og þurfa að hlaupa á eftir grillinu sínu á meðan maður reynir forðast það að fá trampolín í hausinn. Lesa meira »Hrekkjavaka

Gunnar - Daglegt líf - 7 svör »

4. November, 2006 - 00:21:37

Á Ítalíu er víst haldið upp á hrekkjavökuna (31. október) að Amerískum sið… Eða ég veit það ekki.. Það er alla vega haldið upp á hana með flestu tilheyrandi. Það var búið að vera að auglýsa hrekkjavöku þetta og hrekkjavöku hitt í langan tíma og frétti að þetta væri partydagur í meira lagi. Ég var því farinn að vera kvíðinn þegar leið á vikuna og ég hafði ekkert að gera (sérstaklega þar sem ég var ný búinn að uppgötva að ég á mér ekkert líf hérna). Þá var mér boðið í hrekkjavökuparty hjá einni bekkjarhálfsystur minni og létti mér við það.

Upp rennur 31. október og ég vakna drullu þreyttur klukkan 6 um morguninn (svaf allt of lítið um nóttina). Skólinn líður nokkuð hratt og örugglega (en þvílík snilld er maps.google.com, ég sýndi bekkjarfélögum mínum húsið mitt á Íslandi og þeir sýndu mér hin ýmsustu hús víðsvegar um heiminn). Eftir skóla var hins vegar ítölskutími í Ravenna (40 mín. frá Forlí (skólaborgin mín)) og ég, að drepast úr þreytu dröslaði mér þangað. Allt gekk vel, fyrir utan það að heilinn minn var ekki í neinu ástandi til að læra neitt.

Þegar ég kom aftur til Forlí hafði ég ekki tíma til að fara heim svo ég þurfti að mæta í partyið 2 tímum of snemma, jibbí. Ég mætti og fékk að hanga þar, við skreyttum og sonna, drápum tímann nokkuð vel bara.

Um klukkan 8 fóru gestirnir að hellast inn Lesa meira »Farinn á Hróaskeldu

Gunnar - Daglegt líf - Engin svör »

23. June, 2006 - 00:14:52

Ég er farinn á Hróaskeldu og þá verður maður að gera eitthvað craaazzy. Hér er afraksturinn:

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3

Edit: Set þær aftur inn seinnaSíðustu dagar

Gunnar - Daglegt líf - Engin svör »

14. April, 2006 - 03:52:44

Ég er búinn að vera í páskafríi síðan á fyrir helgi og á mánudaginn skellti ég, Arnar og Unnar okkur í sund, það var snilld, vorum þarna eins og einhverjir hálfvitar að slást í lauginni og skvetta á hvorn annan og svona dót sem maður gerir þegar maður er 12 en við erum víst enn ungir í anda :P

Eftir það fórum við og föndruðum með gínuhaus sem Atli keypti fyrir hönd Fuglakagl productions, fyrir myndina okkar Curse of the Noresman (working title). Við gerðum hann holan að innan til að koma fyrir “heila” og sprengju (gettu af hverju :D ). Síðan á miðvikudaginn meikuðum við hann og gerðum vel töff (Reyni að redda myndum bráðlega)

Á Þriðjudaginn eftir vinnu fórum við í fótbolta við nokkra starfsmenn Nings (og nokkra í viðbót) svo það var basically Krónan á móti Nings. Við vorum samtals 17 (8 í Krónunni á móti 9 í Nings). Það var drullu gaman, við alveg að gefa 120% og með að berjast á fullu en þeir voru bara betri og þeir hljóta að æfa (góð afsökun?) Alla vega, þeir rústuðu fyrri leiknum en rétt unnu seinni 10-7 eða eitthvað.

Á miðvikudaginn var ég Arnar og Atli bara eitthvað að dúlla okkur með gínuhausinn þegar Egill (Mr. Boss) hringdi og bað okkur að vinna (eftir að við vorum allir búinir að hafna Invgvari að vinna í staðinn fyrir hann). Það var allt craazy, páskarnir nálgast og Krónan var víst ódýrari í einhverri verðkönnun. Við Arnar vorum sendir í mjólkurkælinn sem var pakkaðri en ég hef séð hann og hef ég séð hann pakkaðan fyrir (við þurftum að klifra ofan á vögnunum til að ná í hluti). Við leystum úr því og bailuðum síðan hálftíma fyrir lokun og fengum okkur pizzu.

Aftur var fótbolti um kvöldið, í þetta sinn á móti einhverju Kópavogspakki (tveir strákar og nokkrar stelpur) sem við rústuðum 10-9 (var orðið tæpt undir lokin) en það fyndnasta var hve grófir við vorum, Ingvar tók þessar stelpur og negldi þeim upp við vegginn, hockey style, og í miðjum leik var ein hver stelpan með boltann þegar Atli Ax kemur á ferðinni með lappirnar á undan og neglir henni niður out of nowhere. Hún gerði ekki mikið það sem eftir var af leiknum.

Shit ég er fúll.. var búinn að skrifa miklu meira en þá var ég ekki loggaður inn í þetta helvíti og þetta sendist ekki í gegn!! Sem betur ver var ég forvitinn að vita hvað ég væri búinn að skrifa mikið svo ég copyaði þetta inn í word og þetta bjargaðist. Ég segi þá bara frá deginum í dag seinna :)“Tveir sjómenn létu lífið vegna gaseitrunar frá rotnandi fiski”

Gunnar - Daglegt líf - Engin svör »

29. June, 2005 - 00:56:01

Arnar benti mér á þessa frétt af mbl.is áðan og mér fannst hún viðeigandi þar sem ég vinn við að verka rotnandi úldinn fisk.

“Tveir litháenskir sjómenn á fiskibát létu lífið í dag skömmu eftir að þeir höfðu farið í báti sínum frá Karlskrona í Svíþjóð. Talið er að mennirnir hafi andað að sér eitruðum lofttegundum sem mynduðust þegar fiskur rotnaði í lest bátsins. Þriðji sjómaðurinn var fluttur þungt haldinn á sjúkrahús en sex manna áhöfn var um borð í bátnum.

Báturinn sendi út neyðarkall síðdegis í dag skömmu eftir að hann fór úr höfn í Karlskrona. Svo virðist sem mennirnir tveir, sem létust, hafi farið niður í lest skipsins þar sem leið yfir þá. Félagi þeirra fór niður í lestina til hjálpar og þar leið einnig yfir hann.”Euróvision

Gunnar - Daglegt líf, Nöldur - Engin svör »

2. May, 2005 - 13:08:32

Euróvision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Allt það besta og enn meira af því versta sem er í gangi í tónlist og tísku í Evrópu dag. Allir reyna að koma með sem eftirmynnilegasta og mest “grípandi” lagið og vera í fötum sem eru “inn”. Þetta leiðir til þess að allir koma með nákvæmlega eins lög, sem jaðra við það að vera stolin. Síðan situr maður með öll þessi lög í heilanum næstu daga og jafnvel vikur á eftir.

Keppnin í fyrra var algjör hörmung. Við sendum mesta súkkulaðistákinn okkar, Jónsa en hvað þá? Öll hin löndin spiluðu út nákvæmlega sama spilinu. Jónsi varð bara einn af mögum, nákvæmlega eins strákum, að syngja nákvæmlega eins, rómantísk lög. Það sem olli mér mestum vonbrigðum var að lögin sem voru lélegust (ekkert mér fannst, þau voru lélegust!) gekk best og lagið sem var öðruvísi (það er venjulega eitt lag öðruvísi) fékk ekki það sem það átti skilið.

Okkur er, eins og venjulega spáð stórsigri. Við höfum m.a.s. þegar unnið, reyndar á breskum pöbb, en látum það ekkert fréttast. Allir virðast elska lagið okkar, veðbankar, rónar og allir sem vettlingi geta valdið hampa okkur sem sigurvegurum. Svo fer hún auðvitað í forkeppnina, en flest lögin á topp tíu í fyrra voru þaðan. Spurning um að fara að bóka Egilshöllina bráðum.

Laginu, If I had you love með Selmu, hefur verið líkt við Britney Spears lag, hvort sem það sé gott eða slæmt. Það er einmitt málið. Þetta lag, eins og svo mörg Eurovisionlög, gera út á það að fólk þekki laglínuna, þá hugsar það “hey já, þetta er gott lag af því það er alveg eins og lag sem mér fannst gott”. Þetta er ekki keppni um besta lagið, heldur hver kemst næst vinsælu lagi án þess að verða kærður fyrir ritstuld.

Ég var í mínu fyrsta prófi í dag, íslensku (gekk bara ágætlega :) ), og getið hvað, allt í einu áttaði ég mig á því að ég var með þetta helvítis lag á heilanum, ekki í fyrsta sinn. Frá því ég heyrði það fyrst og það fór í spilun á sjónvarps- og útvarpsstöðvum landsins, hef ég ekki náð því úr hausnum á mér. Kannski er það gott, því þá lenda kjósendurnir í því sama.

Hversu mikið sem ég hef orðið fyrir vonbrigðum á síðustu árum, hef ég af einhverjum ástæðum alltaf horft á næstu keppni með þá von að eitthvað breytist. Í fyrra sór ég að horfa aldrei á þetta “humbúkk” aftur, en viti menn, ég geri það hvort eð er fullviss um að Selma okkar rústi þessu.Copyright © 2004 - 2018 Gunnar Sturla Ágústuson - Proudly powered by WordPress - Rétt XHTML og CSS