Gunnar Sturla

Færslusafn fyrir flokkinn 'Nöldur'Niður með dönsku!

Gunnar - Nöldur - Engin svör »

24. February, 2006 - 01:32:13

Ég hata dönsku. Ég skil ekki af hverju ég, næstum því 18 ára gamall er enn neyddur til að læra dönsku. Ég á að vera (og er nokkurn veginn) búinn að ákveða mig hvað ég ætla að gera “þegar ég verð stór”. Danska er ekki inni í því.

Mér finnst fínt að maður læri grunnin að sem flestu, þar á meðal dönsku — í grunnskóla. Mér finnst fáránlegt að neyða krakka sem eru í skóla af því þeir vilja það til að læra eitthvað sem þeir vilja ekki og munu ekki þurfa að nota.

Ég ætla líklega annað hvort út í eitthvað tengt eðlisfræði eða hönnun og ég leyfi mér að efa að nokkuð sem ég læri í dönsku hjálpi mér nokkuð, hvort sem ég vel.

Baldur, eðlisfræðikennarinn minn, segir að maður toppi, gáfnalega séð, um þrítugt og ég trúi því alveg, td. vann Einstein að almennu afstæðiskenningunni 31- 36 ára. Um þrítugt er meðal læknaneminn bara rétt að byrja (eða ekki). Mergur málsins er: Af hverju er verið að sóa tíma okkar í að læra eitthvað sem við hvorki viljum læra né teljum okkur þurfa?

Ég hef heyrt þau rök að “þetta sé grunnur að einhverju”. Ég fatta það ekki því ef ég þarf ekki að nota dönskuna hvernig getur þetta þá verið grunnur? Og á grunnurinn ekki að vera kenndur í grunnskóla?

Sumir segja að þetta sé eitthvað sem maður verði að læra og eigi þá bara að sætta sig við það. Já, hvar væri heimurinn staddur með þetta viðhorf? Svertingjar væri enn lamdir áfram í þrælanýlendum og Íslendingar enn fastir undir veldi Danakonungs (eða drottningar)

Þarna kemur ástæðan: Danir réðu yfir okkur í mörg hundruð ár og það er hefð að Íslendingar læri dönsku, ef svo er, er ekki kominn tími til að hætta að sóa tíma okkar í eitthvað sem er óþarfi út af hefð? Er þetta kannski út af því að okkur finnst við skulda Dönum eitthvað fyrir að halda úti verslun hérna (þar sem þeir okruðu og svindluðu af okkur það litla sem við áttum)? Danska er óþarfi.

Ætti ekki frekar að kenna mér betur eitthvað sem nýtist mér, eða bara henda mér úr skólanum fyrr?Svo lengi lærir sem…

Gunnar - Nöldur, Vefsíðugerð - Engin svör »

2. December, 2005 - 01:32:56

Ég var að komast að ýmsu í dag; það er til dæmis vont að sitja á kókkippum (don’t ask..) en það á víst ekki að vera vont að liggja á nöglum (explain the logic). Annað sem ég komst að er að ég verð þunglyndur á að skoða síðuna mína í IE. Ef þú veist það ekki þá HATA ég það fyrirbæri (hversu gelgjulegt sem það virðist).

Anywho.. Ég er í prófum og hvað þýðir það? Ég hef mjög mikinn frítíma sem ég nota mis vel. Ég er búinn að krydda upp á “svara” formin á síðunni. Annað á döfinni hjá mér er að koma upp síðunni fyrir open source verkefnið mitt (Ask Atli er reyndar búinn að gera þetta mest allt en ég er duglegur að taka mér heiðurinn)

Svavar hjá stuff.is ætlar að hýsa síðuna og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Hún verður sennilega á www.askur.stuff.is. Ég ætla að setja upp eitthvað wiki kerfi á hana svo hver sem er getur verið með og breytt síðunum (svipað og á Wikipedia.org). Ef einhver hefur brennandi áhuga á þessu og getur ekki beðið fram yfir helgi, eða þangað til Svavar hefur tíma, má hann hafa samband við mig (gunnar309 [hjá] hotmail.com)

Svo er nýja NFF.is tilbúin.. Þangað til maður skoðar hana í IE. Af hverju notar fólk það þriggja ára gamla rusl ennþá? Já, það má vel vera að þetta hafi verið besti vafrinn á sínum tíma en það var fyrir meira en þremur árum síðan, sem er mjög langur tími fyrir hugbúnað.

Vá.. varð að koma þessu út úr mér. Alla vega.. Ætli nýja nff.is opni ekki þegar skólinn byrjar aftur eftir áramót, stay tuned.

PS.: Atli er búinn að vera á fullu að bæta hitt og þetta í Aski og ég í sjöunda himni. Meðal nýrra hluta er leit, sem á aðeins eftir að fínpússa, könnun (sjá til hægri), tenglakerfið er orðið þess virði að nota, og ég nota það í “Fólk” og “Af netinu”. Síðan er búið að laga nokkrar villur, eins og í tilvitnunum og fleira.Bloggbögg

Gunnar - Nöldur - 1 svar »

23. July, 2005 - 02:12:33

Mér finnst böggandi þegar fólk bloggar um ekki neitt. Til dæmis var ég að lesa blogg hjá Jökli þar sem hann var að afsaka að hafa ekki bloggað lengi. Ég hef ekki “ekki-bloggað” heldur en ég kvarta ekki, það er líka tilgangslaust. Í staðinn fyrir að nöldra hvernig væri að segja eitthvað áhugavert (eða óáhugavert).

Mér finnst líka leiðinlegt þegar fólk bloggar of mikið, mig langar ekki að vita að þér sé illt í maganum eftir indverska pottréttinn sem þú borðaðir áðan. Ég veit að mér verður bara sagt að lesa þetta þá ekki en ég kemst ekki hjá því í leit að einhverju áhugaverðu, sem ég finn sjaldnast.

Skemmtilegt blogg, eða ekki-blogg í mínu tilfelli, á að vera um eitthvað skemmtilegt. Eitthvað skemmtilegt sem gerðist fyrir þig áðan, eða áhugaverða pælingu. Þetta er ástæðan fyrir fáum póstum hér, ég kemst ekki nógu oft í skrifhaminn og um leið og ég dett úr honum hætti ég að nenna að skrifa.

En hvað er ég að gera kröfur um gæði bloggsEuróvision

Gunnar - Daglegt líf, Nöldur - Engin svör »

2. May, 2005 - 13:08:32

Euróvision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Allt það besta og enn meira af því versta sem er í gangi í tónlist og tísku í Evrópu dag. Allir reyna að koma með sem eftirmynnilegasta og mest “grípandi” lagið og vera í fötum sem eru “inn”. Þetta leiðir til þess að allir koma með nákvæmlega eins lög, sem jaðra við það að vera stolin. Síðan situr maður með öll þessi lög í heilanum næstu daga og jafnvel vikur á eftir.

Keppnin í fyrra var algjör hörmung. Við sendum mesta súkkulaðistákinn okkar, Jónsa en hvað þá? Öll hin löndin spiluðu út nákvæmlega sama spilinu. Jónsi varð bara einn af mögum, nákvæmlega eins strákum, að syngja nákvæmlega eins, rómantísk lög. Það sem olli mér mestum vonbrigðum var að lögin sem voru lélegust (ekkert mér fannst, þau voru lélegust!) gekk best og lagið sem var öðruvísi (það er venjulega eitt lag öðruvísi) fékk ekki það sem það átti skilið.

Okkur er, eins og venjulega spáð stórsigri. Við höfum m.a.s. þegar unnið, reyndar á breskum pöbb, en látum það ekkert fréttast. Allir virðast elska lagið okkar, veðbankar, rónar og allir sem vettlingi geta valdið hampa okkur sem sigurvegurum. Svo fer hún auðvitað í forkeppnina, en flest lögin á topp tíu í fyrra voru þaðan. Spurning um að fara að bóka Egilshöllina bráðum.

Laginu, If I had you love með Selmu, hefur verið líkt við Britney Spears lag, hvort sem það sé gott eða slæmt. Það er einmitt málið. Þetta lag, eins og svo mörg Eurovisionlög, gera út á það að fólk þekki laglínuna, þá hugsar það “hey já, þetta er gott lag af því það er alveg eins og lag sem mér fannst gott”. Þetta er ekki keppni um besta lagið, heldur hver kemst næst vinsælu lagi án þess að verða kærður fyrir ritstuld.

Ég var í mínu fyrsta prófi í dag, íslensku (gekk bara ágætlega :) ), og getið hvað, allt í einu áttaði ég mig á því að ég var með þetta helvítis lag á heilanum, ekki í fyrsta sinn. Frá því ég heyrði það fyrst og það fór í spilun á sjónvarps- og útvarpsstöðvum landsins, hef ég ekki náð því úr hausnum á mér. Kannski er það gott, því þá lenda kjósendurnir í því sama.

Hversu mikið sem ég hef orðið fyrir vonbrigðum á síðustu árum, hef ég af einhverjum ástæðum alltaf horft á næstu keppni með þá von að eitthvað breytist. Í fyrra sór ég að horfa aldrei á þetta “humbúkk” aftur, en viti menn, ég geri það hvort eð er fullviss um að Selma okkar rústi þessu.Copyright © 2004 - 2018 Gunnar Sturla Ágústuson - Proudly powered by WordPress - Rétt XHTML og CSS