Gunnar Sturla

Færslusafn fyrir flokkinn 'Óflokkað rusl'What if money were no object?

Gunnar - Óflokkað rusl - Engin svör »

23. March, 2014 - 14:31:55

Ég rakst á þessa myndasögu á Facebook í dag.

zen pencils: Alan Watts: What if money were no object

Ég er ósammála þessu af tveimur ástæðum, en önnur er ekki endilega óbreytanleg.

Ég held að það sé efnahagskerfið, en ekki menntakerfið sem elur upp í okkur það að við getum ekki lifað við að gera það sem “okkur dreymir um að gera”, vegna þess að staðreindin er sú að við getum það ekki öll. Það eru ákveðnir hlutir sem of margir vilja gera án þess að það sé eftirspurn eftir því. Það eru til dæmis roslega margir sem virðast hafa áhuga á að rannsaka sálarlíf mannsskeppnunnar þannig að núna eru allt of margir sem ákveða að læra sálfræði. Það margir að fólk eyðir mörgum árum í að læra eitthvað og sérhæfa sig í einhverju sem það á mjög erfitt með að hagnýta (eða nýta sér til að lifa af, sem er praktískari leið til að horfa á hlutina). Það sama má segja um margar listir, td. kvikmyndun, kveðskap osfrv.. Þeir sem þrauka og ná að lifa af listum þurfa oft að færa miklar fórnir til þess. Ef við ætlum að kenna menntakerfinu um að letja fólk til að elta sína drauma, þá ætti það að vera vegna þess að það bendir fólki á þessa staðreynd. Mér finnst það eigi að vera eitt hlutverk skólakerfisins að sýna okkur þennan raunveruleika, því við þurfum að taka hann inn í okkar val.

Miðað við þetta efnahagskerfi sem við búum við þá finnst mér að boðskapurinn eigi ekki að vera “farðu og eltu villtustu draumana þína”, heldur “farðu og eltu draumana þína sem eru raunsægir”. Mér finnst ólíklegt að þorri fólks eigi sér bara einn hinsta draum um það sem það langar til að gera í lífinu. Ég gæti til dæmis séð sjálfan mig hamingjusaman í rosalega mörgum störfum, en líklega yrði ég hamingjusamari í starfi sem veitir mér fjárhagslegt og félagslegt öryggi frekar en það sem uppfyllir endilega mína villtustu drauma. Ég vel því eitthvað sem er málamiðlun af mínum draumum og efnagaslega veruleikanum sem við búum í. Auðvitað er líka fólk sem getur ekki hugsað sér að gera neitt annað en draumastarfið, en það er líka allt í lagi. Þá samþykkir það fórnirnar sem það þarf að færa og leggur (vonandi) harðar af sér og verður frábært í því, eða gerir málamiðlun sem það er sátt við (eða ekki).

Efnahagskerfið okkar er samt ekki endilega fast í stein. Það er sett saman af mönnum, og gæti vel verið breytt af mönnum. Við búum á spennandi breytingartímum og störf sem eru til í dag verða ekki endilega til á morgun. Rosalega mikið af þeim störfum sem við vinnum í dag gætu vélmenni/tölvur hæglega gert eftir ekki svo mörg ár. Td. akstur bíla, stýring flugvéla, matreisla, veitingaþjónusta, verslun og svona mætti lengi telja. Ef við sem samfélag tækjum þá ákvörðun að ávöxtur þessara framfara ætti að fara til borgaranna, en ekki núverandi eigenda peninganna, þá gætum við notað virðið sem vélarnar skapa til þess að borga fólki föst lágmarkslaun. Fólk þyrfti þá ekki að vinna frekar en það vildi og gæti gert það sem það vill, til dæmis unnið að kveðskap eða lifað útivið og stundað hestamennsku.

Þetta er ekki óraunhæf hugmynd, en við verðum að taka afstöðu til hennar fyrr en síðar, ef hún á að verða að veruleika.Gallabuxur og flíspeysa

Gunnar - Óflokkað rusl - 4 svör »

3. January, 2007 - 03:00:58

Hneyksli og skandall. Á Þorláksmessu, 23. desember, daginn fyrir aðfangadag, var skóli á Ítalíu. Þetta var reyndar ekki alveg venjulegur dagur.. Fyrri helmingurinn átti reyndar að vera það en við enduðum bara á að spila og éta jólakökur og annað jólastöff. Seinni parturinn var áhugaverðari, það var boðið upp á piadine (“flatkökur” með stöffi, nokkuð gott bara) og candy floss og getið hvað, það var DJ í húsinu… að spila húsið og annað technosorp, ég var ekki sáttur. Síðustu tímana gerðum við svo sem lítið sem ekkert.. við strukum reyndar á kaffhús í grendinni (sem er stórglæpur, af einhverjum ástæðum) annars héngum bara og biðum eftir að við mættum fara heim. Eftir skóla fór ég með krökkunum út að borða og við fengum okkur.. Pizzu!

Upp rann aðfangadagur eins og hver annar dagur Lesa meira »I’m back!

Gunnar - Óflokkað rusl - Engin svör »

3. November, 2006 - 12:37:48

Jebb, og á mitt eigið lén og allt!

Alla vega, ég fer burt í mánuð og hvað gerist? Allt í einu er komið fullt af spyware og vírusum á tölvuna mína (sem hýsti gömlu síðuna) og það drasl náði að eyðileggja allt *grenj*. Alla vega.. Ég fór þá bara að leita mér að nýrri hýsingu og fann Bluehost sem er ein mesta snilld í heimi.

Þú vilt væntanlega vita hvað ég hef verið að gera upp á síðkastið. Jæja, ég er sem sagt á Ítalíu sem skiptinemi er er búinn að vera þar síðastu tvo mánuði. Meira kemur seinna.. Ætla að halda áfram að fikta í síðunni minniÉg og vefsíðugerð

Gunnar - Óflokkað rusl - Engin svör »

11. September, 2005 - 04:31:02

Toppnum er náð. Ég get ekki gert fallegri síðu.

Nú rétt í þessu var ég að koma úr einu því skemmtilegasta sem ég geri í tölvunni (hversu dapurt sem það er): Að horfa á síðuna mína og dást af henni. Hún er bara svo flott að orð fá henni ekki lýst, enda vænti ég þess að þú sért á henni og getir þar með skoðað hana.

Hvað er svona merkilegt við hana? Hún er gerð eftir ströngustu stöðlum hvað varðar HTML og CSS (stjórnar uppbyggingu og útlitinu á síðunni), hún er stílhrein en samt “bling bling”, hún er létt í keyrslu, fallega upp byggð hvað HTML varðar og allt annað sem getur prýtt síðu, nema hugsanlega efni við hæfi.

PS. Ef þú notar Internet Explorer og ert ósammála mér geturðu annað hvort:

  1. Fengið þér Mozilla Firefox og séð síðuna eins og hún á að vera
  2. Bitið í þig


Copyright © 2004 - 2018 Gunnar Sturla Ágústuson - Proudly powered by WordPress - Rétt XHTML og CSS