Gunnar Sturla

Færslusafn fyrir flokkinn 'Pólitík'Davíð Oddsson

Gunnar - Pólitík - Engin svör »

19. February, 2009 - 09:17:48

Davíð ætlar sem sagt ekki að hætta sem seðlabankastjóri. Guð minn góður, hversu lengi á þetta að þurfa að ganga?

Seðlabankasjóri á að vera pólitískt hlutlaus. Davíð Oddsson er pólitíkus, það sést mjög vel að hann hefur ekkert hætt í pólitíkinni eftir að hann varð seðlabankastjóri. Til dæmis svarar hann forsætisráðherra fullum hálsi í þessu bréfi og hendir inn nokkrum sprengjum eins og honum einum er lagið. Þetta er ekki fyrsta dæmið um að Davíð hafi ekki hætt pólitíkinni. Margfrægt Kastljóssviðtal þar sem hann ver sig og sínar gjörðir á meðan hann hraunar yfir alla aðra er annað dæmi. Seðlabankastjóri á að vera yfir þannig hluti hafinn.

Við skulum heldur ekki gleyma að það var Davíð sjálfur sem byggði upp kerfið sem hrundi svona eftirminnilega í haust. Það var hans ríkisstjórn sem seldi bankana á mjög einkennilegan hátt (en það er önnur umræða), hans ríkisstjórn bjó til reglurnar í kringum bankana, hans ríkisstjórn sem hjálpaði við að byggja upp hið „öfluga fjármálalíf“ sem hér var og svo framvegis. Það var hans ríkisstjórn sem vildi gera Ísland að einni af fjármálamiðstöðvum heimsins, án þess að styrkja það sem hefði haldið því uppi: Traustur gjaldmiðill og/eða góður varasjóður af gjaldeyri.

Sem er annar punktur. Ef hann var búinn að sjá þetta allt fyrir og hversu óstöðugir bankarnir voru, af hverju var hann, sem formaður stjónar seðlabankans, ekki búinn að gera ráðstafanir til að auka gjaldeyrisvaraforðann? Sem er eitthvað sem flestir hagfræðingar hafa síðan sagt að hefðu getað forðað því sem forðað varð. Það að hann hafi ekki gert það eru alvarleg mistök í starfi.

Það mikilvægasta í fari seðlabankastjóra er traust. Viðskptafólk og  við Ísland verða að geta treyst því að seðlabankastjóri taki hlutlausar ákvarðanir. Ef það er ekki til staðar sama hver ástæðan er finnst mér að seðlabankastjórinn ætti að segja af sér og leyfa öðrum að taka við.Það er löngu orðið augljóst að það treysta mjög fáir Davíð og hann ætti að segja af sér.

Mér finnst líka fáránlegt að hann hafi ekki sagt af sér ennþá. Hann þyrfti ekki einu sinni að taka nokkra ábyrgð á neinu, hann gæti einfaldlega sagst ætla að hætta fyrr vegna þess að á tímum sem þessum sé gott að fá nýtt fólk í helstu stjórnunarstöður, bara til þess að auka traust fjárfesta á að hlutirnir væru að breytast. Ástæðan fyrir því að hann hefur ekki þegar sagt af sér er fyrst og fremst þrjóska, sem er svo sem fín fyrir stjórnmálamenn, en ekki fyrir stjórnunarstöðu sem þarfnast trausts og liðleika.

Allt þetta gerir Davíð vanhæfan í mínum augum og hann þarf að taka ábyrgð á því sem hefur gerst.Álver eða fátækt!

Gunnar - Pólitík - 1 svar »

26. March, 2007 - 17:17:42

Ég hef fylgst aðeins með álverinu sem er í bakgarðinum mínum og það virðist ætla að verða spennandi kosning um helgina. Annars vegar er það fólk sem vill stækkun (mestmegnis Alcan og starfsmenn þess, sýnist mér) sem lætur eins og álverið sé það besta í heimi, mengi lítið sem ekkert og haldi Hafnarfirði lifandi. Síðan eru það hinir sem vilja ekkert með þessa stækkun hafa og láta eins og það yrði óbyggilegt í Hafnarfirði með svona risastórt álver í bakgarðinum.

Ég veit ekki betur en að álverið sé þarna nú þegar og ef það sem ég hef séð er rétt þá muni það hafa mjög lítil áhrif ef það er stækkað, bæði mengunarlega og fjárhagslega fyrir Hafnarfjörð. Lesa meira »Copyright © 2004 - 2018 Gunnar Sturla Ágústuson - Proudly powered by WordPress - Rétt XHTML og CSS