Gunnar Sturla

Færslusafn fyrir flokkinn 'Vefsíðugerð'Svo lengi lærir sem…

Gunnar - Nöldur, Vefsíðugerð - Engin svör »

2. December, 2005 - 01:32:56

Ég var að komast að ýmsu í dag; það er til dæmis vont að sitja á kókkippum (don’t ask..) en það á víst ekki að vera vont að liggja á nöglum (explain the logic). Annað sem ég komst að er að ég verð þunglyndur á að skoða síðuna mína í IE. Ef þú veist það ekki þá HATA ég það fyrirbæri (hversu gelgjulegt sem það virðist).

Anywho.. Ég er í prófum og hvað þýðir það? Ég hef mjög mikinn frítíma sem ég nota mis vel. Ég er búinn að krydda upp á “svara” formin á síðunni. Annað á döfinni hjá mér er að koma upp síðunni fyrir open source verkefnið mitt (Ask Atli er reyndar búinn að gera þetta mest allt en ég er duglegur að taka mér heiðurinn)

Svavar hjá stuff.is ætlar að hýsa síðuna og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Hún verður sennilega á www.askur.stuff.is. Ég ætla að setja upp eitthvað wiki kerfi á hana svo hver sem er getur verið með og breytt síðunum (svipað og á Wikipedia.org). Ef einhver hefur brennandi áhuga á þessu og getur ekki beðið fram yfir helgi, eða þangað til Svavar hefur tíma, má hann hafa samband við mig (gunnar309 [hjá] hotmail.com)

Svo er nýja NFF.is tilbúin.. Þangað til maður skoðar hana í IE. Af hverju notar fólk það þriggja ára gamla rusl ennþá? Já, það má vel vera að þetta hafi verið besti vafrinn á sínum tíma en það var fyrir meira en þremur árum síðan, sem er mjög langur tími fyrir hugbúnað.

Vá.. varð að koma þessu út úr mér. Alla vega.. Ætli nýja nff.is opni ekki þegar skólinn byrjar aftur eftir áramót, stay tuned.

PS.: Atli er búinn að vera á fullu að bæta hitt og þetta í Aski og ég í sjöunda himni. Meðal nýrra hluta er leit, sem á aðeins eftir að fínpússa, könnun (sjá til hægri), tenglakerfið er orðið þess virði að nota, og ég nota það í “Fólk” og “Af netinu”. Síðan er búið að laga nokkrar villur, eins og í tilvitnunum og fleira.XHTML/CSS grein

Gunnar - Vefsíðugerð - Engin svör »

16. November, 2005 - 09:02:25

Mig hefur lengi langað að skrifa eitthvað um CSS og XHTML og útskýra hvernig skal gera síðu sem er bæði algegnileg fyrir alla, blinda jafn og sjáandi en sömu leiðis fallega fyrir þá síðarnefndu.

Ég er því búinn að búa til svona “roadmap” að þeirr grein sem ég er að hugsa um að splitta í tvennt, ein fyrir þá sem eru að læra og ein fyrir lærða (byrjendur og lengra komnir)

Endilega segið skoðanir ykkar á því sem komið er og hikið ekki við að benda mér á eitthvað sem þið viljið sjá í greinunumCopyright © 2004 - 2018 Gunnar Sturla Ágústuson - Proudly powered by WordPress - Rétt XHTML og CSS