Gunnar Sturla

Færslusafn fyrir flokkinn 'Tónlist'Hróarskelda nálgast

Gunnar - Tónlist - 1 svar »

31. May, 2008 - 07:18:30

Það styttist óðum í að ég fari út til úgglanda og ég enda á Hróarskeldu í byrjun júlí. Ég hef þess vegna aðeins byrjað að hlusta á þau bönd sem verða að spila og ég er að setja saman lista yfir þær sem mig langar að sjá (í engri sérstakri röð, og það vantar sennilega fullt og ég á örugglega ekki eftir að sjá þetta allt ;) ) :

 • Radiohead
 • Motorpsycho
 • Solomon Burke
 • The Campbell Brothers („Praising the Lord on pedal steel guitar“)
 • The Chemical Brothers
 • Clutch
 • Gnarls Barkley
 • Grinderman
 • Judas Priest
 • Mugison
 • The Streets

Og örugglega fullt í viðbót, þetta er alla vega listi til að búa til áætlun ;)Í Fréttum er þetta helst

Gunnar - Tónlist - 5 svör »

15. May, 2007 - 21:44:18

Dark Side of the Moon album poster

Helst í fréttum er það að ég var að kaupa mér Dark Side of the Moon, Wish You Were Here og The Wall á vínylplötu!!! Það er náttúrulega ekkert nema snilld! Sumir öfundsjúkir einstaklingar mundu kannski gera grín af mér út af því að ég á ekki spilara sem spilar þessar fornu skífur en við reynum að redda því áður en ég gifti mig…

Mér finnst þetta nú bara samt algjör snilld! Að eiga þessi meistaraverk á orginal formatti og síðan er allt “artwork” svo stórt og bara… flott! Plöturnar mundu sóma sér vel uppi í hillu eða á veggnum, þó það yrði nú ekki meira.

(Mig langaði líka að koma umslaginu af Dark Side fyrst á síðuna því mér finnst það eitt það flottasta sem gert hefur verið)Copyright © 2004 - 2018 Gunnar Sturla Ágústuson - Proudly powered by WordPress - Rétt XHTML og CSS