Gunnar Sturla

What if money were no object?

Gunnar - Óflokkað rusl - Engin svör »

23. March, 2014 - 14:31:55

Ég rakst á þessa myndasögu á Facebook í dag.

zen pencils: Alan Watts: What if money were no object

Ég er ósammála þessu af tveimur ástæðum, en önnur er ekki endilega óbreytanleg.

Ég held að það sé efnahagskerfið, en ekki menntakerfið sem elur upp í okkur það að við getum ekki lifað við að gera það sem “okkur dreymir um að gera”, vegna þess að staðreindin er sú að við getum það ekki öll. Það eru ákveðnir hlutir sem of margir vilja gera án þess að það sé eftirspurn eftir því. Það eru til dæmis roslega margir sem virðast hafa áhuga á að rannsaka sálarlíf mannsskeppnunnar þannig að núna eru allt of margir sem ákveða að læra sálfræði. Það margir að fólk eyðir mörgum árum í að læra eitthvað og sérhæfa sig í einhverju sem það á mjög erfitt með að hagnýta (eða nýta sér til að lifa af, sem er praktískari leið til að horfa á hlutina). Það sama má segja um margar listir, td. kvikmyndun, kveðskap osfrv.. Þeir sem þrauka og ná að lifa af listum þurfa oft að færa miklar fórnir til þess. Ef við ætlum að kenna menntakerfinu um að letja fólk til að elta sína drauma, þá ætti það að vera vegna þess að það bendir fólki á þessa staðreynd. Mér finnst það eigi að vera eitt hlutverk skólakerfisins að sýna okkur þennan raunveruleika, því við þurfum að taka hann inn í okkar val.

Miðað við þetta efnahagskerfi sem við búum við þá finnst mér að boðskapurinn eigi ekki að vera “farðu og eltu villtustu draumana þína”, heldur “farðu og eltu draumana þína sem eru raunsægir”. Mér finnst ólíklegt að þorri fólks eigi sér bara einn hinsta draum um það sem það langar til að gera í lífinu. Ég gæti til dæmis séð sjálfan mig hamingjusaman í rosalega mörgum störfum, en líklega yrði ég hamingjusamari í starfi sem veitir mér fjárhagslegt og félagslegt öryggi frekar en það sem uppfyllir endilega mína villtustu drauma. Ég vel því eitthvað sem er málamiðlun af mínum draumum og efnagaslega veruleikanum sem við búum í. Auðvitað er líka fólk sem getur ekki hugsað sér að gera neitt annað en draumastarfið, en það er líka allt í lagi. Þá samþykkir það fórnirnar sem það þarf að færa og leggur (vonandi) harðar af sér og verður frábært í því, eða gerir málamiðlun sem það er sátt við (eða ekki).

Efnahagskerfið okkar er samt ekki endilega fast í stein. Það er sett saman af mönnum, og gæti vel verið breytt af mönnum. Við búum á spennandi breytingartímum og störf sem eru til í dag verða ekki endilega til á morgun. Rosalega mikið af þeim störfum sem við vinnum í dag gætu vélmenni/tölvur hæglega gert eftir ekki svo mörg ár. Td. akstur bíla, stýring flugvéla, matreisla, veitingaþjónusta, verslun og svona mætti lengi telja. Ef við sem samfélag tækjum þá ákvörðun að ávöxtur þessara framfara ætti að fara til borgaranna, en ekki núverandi eigenda peninganna, þá gætum við notað virðið sem vélarnar skapa til þess að borga fólki föst lágmarkslaun. Fólk þyrfti þá ekki að vinna frekar en það vildi og gæti gert það sem það vill, til dæmis unnið að kveðskap eða lifað útivið og stundað hestamennsku.

Þetta er ekki óraunhæf hugmynd, en við verðum að taka afstöðu til hennar fyrr en síðar, ef hún á að verða að veruleika.

Skrifhamur

Gunnar - Daglegt líf, meta, Netið - Engin svör »

19. March, 2014 - 00:25:51

Rétt í þessu datt ég í það að lesa gamlar bloggfærslur hjá mér, sem er skemmtilegra en ég bjóst við. Ekki það að þetta séu einhver frábær skrif, heldur er þetta einhvers konar utanaðkomandi tenging inn í heilann á mér eins og hann var. Ég býst við að þetta sé alls ekkert nýtt fyrir marga, þetta er örugglega sama tilfinning og margir fá þegar þeir lesa gömul dagbókarskrif eða lesa gömul bréf.

En jæja. Það var gaman að renna yfir þetta, gamalt nöldur um léleg blogg var sérstaklega skemmtilegt því halló, hver bloggar lengur? Sem er reyndar áhugaverður punktur perónuleg blogg eru alveg horfin, og það þykir núna fullkomlega eðlilegt að kvarta á netinu undan magaverk af indverka pottréttinum sem fólk var að borða. Já, menningin um það sem má segja hefur breyst, og líka hvar það er sagt. Í dag fer allt fram á Facebook, og persónulegu bloggin verða í minningunni eins og vandræðalegt unglingstímabil internetsins en kannski bara vegna þess að ég var vandræðalegur unglingur á þeim tíma.

Auðvitað eru ennþá til blogg, en þau íslensku eru flestöll pólitísk, tísku eða matarblogg, sem sagt frekar eins og ritstýrt tímarit um eitthvað ákveðið, frekar en handahófskenndar hugsanir pennans. Sem var miklu minna fyrirsjáanlegt, en auðvitað meira happa-glappa.

Bloggin virkuðu alltaf svo tilgangslaus, þetta var rosa basic leið fyrir einstaklinga að tjá sig. Ef maður var með einhvern metnað í skrifunum gat tekið mjög langan tíma að koma hugsuninni frá sér, og oftast (sérstklega í mínu tilfelli) fékk maður sáralítið til baka eftir alla þessa erfiðisvinnu. En þrátt fyrir allt þetta tilgangsleysi, sem var það sem leiddi til falls „bloggheima“, þá hvílir hjá mér einhver nostalgíurómantík yfir þessum tíma. Hver sem er skrifaði um hvað sem er af mkilum eldmóði í von um að sem flestir læsu skrifin og yrðu fyrir áhrifum af þeim. Þetta var oftast lengri og heilsteyptari hugsun en tíðkast í dag og gaf kannski dýpri innsýn inn í smærri afkima huga bloggarans en þessi dreifðari ein-lína-fjórum-sinnum-á-dag stemming sem er á Facebook.

Ég datt sumsé í skrifham við þennan lestur, en ég ætla ekki að hafa þetta sem ég-er-byrjaður-að-blogga-aftur blogg, heldur frekar mér-fannst-gaman-að-hafa-bloggað-og-kannski-geri-ég-það-aftur blogg.

Pizzadeig

Gunnar - Matur - Engin svör »

3. March, 2009 - 19:22:04

Pizza er einn uppáhalds maturinn minn og mér finnst mjög gaman að gera pizzur. Upp á síðkastið hef ég verið að gera tilraunir með deigið en ég hef alltaf geymt að skrá niður. Ég ætla sem sagt að gera það hér og nú.

Ég fór í nokkrar rannsóknir á netinu um hvað gerir gott deig. Jamie Oliver segir „make sure it’s a strong [flour] that’s high in gluten, as this will transform into a lovely, elastic dough, which is what you want.“ Það er þannig sem þeir ná að láta deigið verða nógu asnalega teygjanlegt til að gera fáranleg trikk. Ég nota samt bara venjulegt hveiti þannig að þetta er ekkert stórmál. Lesa meira »

Davíð Oddsson

Gunnar - Pólitík - Engin svör »

19. February, 2009 - 09:17:48

Davíð ætlar sem sagt ekki að hætta sem seðlabankastjóri. Guð minn góður, hversu lengi á þetta að þurfa að ganga?

Seðlabankasjóri á að vera pólitískt hlutlaus. Davíð Oddsson er pólitíkus, það sést mjög vel að hann hefur ekkert hætt í pólitíkinni eftir að hann varð seðlabankastjóri. Til dæmis svarar hann forsætisráðherra fullum hálsi í þessu bréfi og hendir inn nokkrum sprengjum eins og honum einum er lagið. Þetta er ekki fyrsta dæmið um að Davíð hafi ekki hætt pólitíkinni. Margfrægt Kastljóssviðtal þar sem hann ver sig og sínar gjörðir á meðan hann hraunar yfir alla aðra er annað dæmi. Seðlabankastjóri á að vera yfir þannig hluti hafinn.

Við skulum heldur ekki gleyma að það var Davíð sjálfur sem byggði upp kerfið sem hrundi svona eftirminnilega í haust. Það var hans ríkisstjórn sem seldi bankana á mjög einkennilegan hátt (en það er önnur umræða), hans ríkisstjórn bjó til reglurnar í kringum bankana, hans ríkisstjórn sem hjálpaði við að byggja upp hið „öfluga fjármálalíf“ sem hér var og svo framvegis. Það var hans ríkisstjórn sem vildi gera Ísland að einni af fjármálamiðstöðvum heimsins, án þess að styrkja það sem hefði haldið því uppi: Traustur gjaldmiðill og/eða góður varasjóður af gjaldeyri.

Sem er annar punktur. Ef hann var búinn að sjá þetta allt fyrir og hversu óstöðugir bankarnir voru, af hverju var hann, sem formaður stjónar seðlabankans, ekki búinn að gera ráðstafanir til að auka gjaldeyrisvaraforðann? Sem er eitthvað sem flestir hagfræðingar hafa síðan sagt að hefðu getað forðað því sem forðað varð. Það að hann hafi ekki gert það eru alvarleg mistök í starfi.

Það mikilvægasta í fari seðlabankastjóra er traust. Viðskptafólk og  við Ísland verða að geta treyst því að seðlabankastjóri taki hlutlausar ákvarðanir. Ef það er ekki til staðar sama hver ástæðan er finnst mér að seðlabankastjórinn ætti að segja af sér og leyfa öðrum að taka við.Það er löngu orðið augljóst að það treysta mjög fáir Davíð og hann ætti að segja af sér.

Mér finnst líka fáránlegt að hann hafi ekki sagt af sér ennþá. Hann þyrfti ekki einu sinni að taka nokkra ábyrgð á neinu, hann gæti einfaldlega sagst ætla að hætta fyrr vegna þess að á tímum sem þessum sé gott að fá nýtt fólk í helstu stjórnunarstöður, bara til þess að auka traust fjárfesta á að hlutirnir væru að breytast. Ástæðan fyrir því að hann hefur ekki þegar sagt af sér er fyrst og fremst þrjóska, sem er svo sem fín fyrir stjórnmálamenn, en ekki fyrir stjórnunarstöðu sem þarfnast trausts og liðleika.

Allt þetta gerir Davíð vanhæfan í mínum augum og hann þarf að taka ábyrgð á því sem hefur gerst.

Hróarskelda nálgast

Gunnar - Tónlist - 1 svar »

31. May, 2008 - 07:18:30

Það styttist óðum í að ég fari út til úgglanda og ég enda á Hróarskeldu í byrjun júlí. Ég hef þess vegna aðeins byrjað að hlusta á þau bönd sem verða að spila og ég er að setja saman lista yfir þær sem mig langar að sjá (í engri sérstakri röð, og það vantar sennilega fullt og ég á örugglega ekki eftir að sjá þetta allt ;) ) :

 • Radiohead
 • Motorpsycho
 • Solomon Burke
 • The Campbell Brothers („Praising the Lord on pedal steel guitar“)
 • The Chemical Brothers
 • Clutch
 • Gnarls Barkley
 • Grinderman
 • Judas Priest
 • Mugison
 • The Streets

Og örugglega fullt í viðbót, þetta er alla vega listi til að búa til áætlun ;)

Breytingar

Gunnar - Daglegt líf - Engin svör »

28. May, 2007 - 09:34:30

Á einum fundinum sem við förum mánaðarlega á hérna var ég spurður: “Hvernig hefur þú breyst?” Ég vissi ekkert hvernig ég átti að svara því en eftir smá hugsun kom ég með þetta svar: “Ég veit það ekki. Ég er í mitt í þessari reynslu þar sem ég þroskast mikið, ég fæ nýja sýn á heiminn og kynnist annari menningu, og þessi reynsla og sá þroski sem henni fylgir er ekki búinn þannig að ég sé ekki hvernig ég hef breyst því að breytingin er ekki öll búin. Ég er líka í sama umhverfi og breytingin á sér stað og ég get ekki séð muninn á mér eins vel því samanburðurinn er við tíma þegar ég byrjaður að breytast. Ég held að það muni smátt og smátt koma þegar ég verð kominn heim sem ég átta mig á þessu, og jafnvel ekki að öllu leyti fyrr en eftir nokkur ár.” Til að gera ekkert-það-langa sögu aðeins styttri þá sá hún í gegnum bullshittið mitt og heimtaði betra svar sem ég sagðist ekki geta svarað.

Alla vega..  Ég ætla ekki að vera að drepa þig, minn eina lesanda, úr leiðindum yfir sögum af sjálfum mér, ó nei. Ég er sem sagt búinn að vera hérna úti í tæpa 9 mánuði (er á Ítalíu fyrir þá sem vita það ekki)  og margt hefur breyst á þeim tíma.

Það fyrsta sem mér datt í hug er að Magni the iceman varð ekki ofurstjarna, og ekki einu sinni félagar hans í fyrrverani verðandi ofurgrúppunni Supernova (sem varð síðan að bæta Rockstar fyrir framan til að forðast málsóknir).

// Svo ætlaði ég örugglega að segja eitthvað meira, en gerði ekki. Það hefði verið gaman að vita af fleiri hlutum sem breyttust á þessu ári, en oh well, þetta er betra en ekkert

Í Fréttum er þetta helst

Gunnar - Tónlist - 5 svör »

15. May, 2007 - 21:44:18

Dark Side of the Moon album poster

Helst í fréttum er það að ég var að kaupa mér Dark Side of the Moon, Wish You Were Here og The Wall á vínylplötu!!! Það er náttúrulega ekkert nema snilld! Sumir öfundsjúkir einstaklingar mundu kannski gera grín af mér út af því að ég á ekki spilara sem spilar þessar fornu skífur en við reynum að redda því áður en ég gifti mig…

Mér finnst þetta nú bara samt algjör snilld! Að eiga þessi meistaraverk á orginal formatti og síðan er allt “artwork” svo stórt og bara… flott! Plöturnar mundu sóma sér vel uppi í hillu eða á veggnum, þó það yrði nú ekki meira.

(Mig langaði líka að koma umslaginu af Dark Side fyrst á síðuna því mér finnst það eitt það flottasta sem gert hefur verið)

Álver eða fátækt!

Gunnar - Pólitík - 1 svar »

26. March, 2007 - 17:17:42

Ég hef fylgst aðeins með álverinu sem er í bakgarðinum mínum og það virðist ætla að verða spennandi kosning um helgina. Annars vegar er það fólk sem vill stækkun (mestmegnis Alcan og starfsmenn þess, sýnist mér) sem lætur eins og álverið sé það besta í heimi, mengi lítið sem ekkert og haldi Hafnarfirði lifandi. Síðan eru það hinir sem vilja ekkert með þessa stækkun hafa og láta eins og það yrði óbyggilegt í Hafnarfirði með svona risastórt álver í bakgarðinum.

Ég veit ekki betur en að álverið sé þarna nú þegar og ef það sem ég hef séð er rétt þá muni það hafa mjög lítil áhrif ef það er stækkað, bæði mengunarlega og fjárhagslega fyrir Hafnarfjörð. Lesa meira »

Gallabuxur og flíspeysa

Gunnar - Óflokkað rusl - 4 svör »

3. January, 2007 - 03:00:58

Hneyksli og skandall. Á Þorláksmessu, 23. desember, daginn fyrir aðfangadag, var skóli á Ítalíu. Þetta var reyndar ekki alveg venjulegur dagur.. Fyrri helmingurinn átti reyndar að vera það en við enduðum bara á að spila og éta jólakökur og annað jólastöff. Seinni parturinn var áhugaverðari, það var boðið upp á piadine (“flatkökur” með stöffi, nokkuð gott bara) og candy floss og getið hvað, það var DJ í húsinu… að spila húsið og annað technosorp, ég var ekki sáttur. Síðustu tímana gerðum við svo sem lítið sem ekkert.. við strukum reyndar á kaffhús í grendinni (sem er stórglæpur, af einhverjum ástæðum) annars héngum bara og biðum eftir að við mættum fara heim. Eftir skóla fór ég með krökkunum út að borða og við fengum okkur.. Pizzu!

Upp rann aðfangadagur eins og hver annar dagur Lesa meira »

Living in Iceland

Gunnar - Daglegt líf, English - 9 svör »

20. December, 2006 - 21:45:00

As promised here is the english version of my essay wich I did for history here in Italy. I guess the teacher is really interested in me and Iceland because every time we have an essay I’m supposed to do something about Iceland. This time the topic was “what do I like about Iceland”. Yeah. As simple as that. I mean, what are you supposed to say?? She gave me an example “I like Iceland because it’s cold”, I don’t know about you but I don’t particularly like that part.

Anyways, I sat down and wrote the pros and cons about life and this is what came out. Read on: Lesa meira »

Copyright © 2004 - 2018 Gunnar Sturla Ágústuson - Proudly powered by WordPress - Rétt XHTML og CSS